Velkomin til Stavassdalen og Stavassgården
Islandsk
Stavassdalen er útivistarsvæði sem auðvelt er að komast til, bæði sumar og vetur, með því að keyra stutta vegalengd í austurátt frá Trofors. Þar er hægt að stunda skotveiði, veiða fisk og tína ber og sveppi, sem gerir svæðið einnig eftirsóknarvert. Stavassáin rennur gegnum dalinn sem er umlukinn fallegum fjöllum. Þau tignarlegustu eru Kvitfjellet( 1248 m.y.s.) og Blåfjellet (1293 m.y.s.).
Saga dalsins er nátengd því að í næstum 200 ár hefur verið búseta á Stavassgården og þar er gömul hefð fyrir hreindýraahaldi. Vopnaflutningarnir í seinni heimstyrjöldinni með þeim hörmungum sem fylgdu í kjölfarið, mun alltaf verða tengd þessu svæði.
Á sumrin eru einungis 300 metrar frá veginum til Stavassgården. Á veturnar er 6 kílómetra ganga á skíðum frá ruddum vegi til bæjarins. Bærinn hefur verið í eyði síðan árið 1948 . Upprunalegu húsin standa ekki lengur, en Vinir Stavassdalen eru byrjaðir að gera upp bæinn. Með sjálfboðavinnu og peningagjöfum hefur það verið hægt. Aðalbyggingin var tilbúin haustið 2007 .
Hægt er að leigja húsið. Eldhúsið á fyrstu hæðinni er frjálst til afnota ef húsið er ekki í útleigu. Auk þess er stofa, gangur og lítið svefnherbergi á fyrstu hæðinni. Á annari hæðinni eru 3 svefnherbergi ásamt stofu sem einnig er nýtt sem svefnherbergi. Heildarfjöldi rúma er 14. Fyrir utan húsið er búið að gera stórt og fallegt eldstæði þar sem hægt er að kveikja bál. Nánasta umhverfi Stavassdalsgården er áfram opið landsvæði tengt menningu staðarins.
Ef þú fylgir stígnum áfram í u.þ.b. 2 kílómetra þá kemur þú til Stavatnet. Á túninu er yfirbyggt eldstæði .Frá Stavatnet til Stavassetra eru 2 kílómetrar. Á túninu er búið að byggja lítinn timburkofa. Í kofanum eru tvö rúm. Hann er ólæstur og þar er hægt að gista yfir nótt.